Sunday, January 13, 2008

Ég hafði ákveðið að skella inn bloggfærslu í gærkveldi, ef ég yrði ekki í þeim mun verra skapi eftir Liverpool leikinn. Glöggir lesendur þessarar síðu (sem munu vera nokkur hundruð þúsund samkv.nýjustu tölum) hafa eflaust tekið eftir því að ekki kom bloggfærsla í gærkveldi. Það stafar sem sagt af því að ég var í afar slæmu andlegu ásigkomulagi eftir að mínir menn rétt drulluðust til þess að gera jafntefli við hundleiðinlegt lið Middlesbro! Ég er ekki viðræðuhæfur eftir svona leiki, og engum er greiði gerður með því að ég skrifi inná bloggsíðuna mína í slíku skapi.
En að allt öðru;
Liverpool er búið að gera fjögur jafntefli í röð... það er ekki forsvaranlegur árangur hjá þessum klúbbi.
En að allt öðru ;
Liverpool hefur ekki unnið leik það sem af er árinu !!!
En að einhverju allt öðru;
Ég er að fara að horfa á Liverpool spila á móti Sunderland um mánaðarmótin og vonandi næ ég að hitta leikmenn og þjálfara til að lesa yfir hausamótunum á þeim.
En að allt öðru;
Liverpool var að kaupa varnarmann á rúmar sex milljónir punda..Ég tel næsta víst að við vinnum deildina, eftir þessi kaup...ekki spurning !
En að allt öðru;
Slúðrið segir að nú séu Amerísku bjánarnir sem keyptu Liverpool að hugsa um að selja klúbbinn aftur, því þeir eiga ekki bót fyrir boruna á sér,og séu hættir að hafa efni á því að borða humar í morgunverð og hafi ekki einu sinni efni á því lengur að skeina sér á 20 punda seðlum... Ég vona að þessir bjánar selji klúbbinn sem fyrst og við taki breyttir tímar hjá okkar ástsæla klúbbi...
En að allt öðru;
ÁFRAM LIVERPOOL !!!

Carl Berg

No comments: