Sunday, February 24, 2008

Ég er latur bloggari og aum sál !

Já það verður seint sagt að ég sé með þeim ofvirkustu bloggurum landsins, það er alveg á hreinu. Ég hafði hugsað mér að hafa þetta svona hliðar síðu, og blogga hér kanski um málefni sem ekki er hægt að bjóða jakkafataklæddu liðinu sem heimækir maurildið.
En það hefur nú bara einfaldlega verið þannig að ég hef ekki nennt að blogga um nokkurn skapaðan hlut. Bara hreint ekki...og því eru nú heldur ekki margar færslurnar eftir mig á maurildinu, þessa stundina.
En ég neita þó að leggja árar í bát og gefa þessa síðu upp á bátinn. Hreint ekki. Ég er greinilega í svokallaðri "blogglægð" en hef fulla trú á því að þegar nær dregur vori, þá verði ég það iðinn við skrifin, að þið hafið vart undan við að lesa.

Það er ekkert að frétta... ég spilaði póker á föstudagskvöldið og stritaði við að þrífa ælu í mest allt gærkveld. Ekki var ég svo heppinn að vera að þrífa mína eigin ælu eftir gott fyllerí, því sonur minn var með ælupest og ég fékk það hlutverk að vera stoðin og styttan í þeim veikindum.
---
Ég sá nú ekki laugardagspínuna í gær, en sá þó þegar úrslitin voru tilkynnt. Friðrik Ómar táraðist eins og fegurðardrottning þegar hann þakkaði þjóðinni stuðninginn uppá sviði. Svona rétt eins og honum hafi verið tilkynnt að hann yrði næstu forseti. Sem betur fer þá er hann nú bara að fara að skía á sig í Júróvisíon, en ekki flytja inn á Bessastaði. Það urðu margir fyrir vonbrigðum með að lagið hans Barða skuli ekki hafa unnið, en ég er nú nokkuð sáttur við að Mongólíta wannabe-ið sem kallar sig Gillzenegger skuli þurfa að kaupa sterana sína hérna heima á íslandi í stað þess að fara til útlanda í veslunnarferð á minn kostnað. Barði sem slíkur, er auðvitað snillingur, þó hann hafi verið svona 1-2 árum á eftir með þetta júrópopp sitt. En guð minn almáttugur hvað ég er hræddur um að evrópa hefði ekki fattað húmorinn í því að hafa þessa fábjána á sviðinu sem fluttu lagið, ef það var þá húmor á annað borð. Gillz hélt í alvörunni að hann væri svalur, standandi þarna líkt og hann væri með 50 tommu spýtu upp í rassgatinu, og sveiflandi höndunum eins og út úr spíttaður póstburðarmaður í jólavertíðinni. Það var þó eftirtektarvert að hann gat ekki verið í takti við lagið með nokkru móti, og hélt því áfram að vera jafn hallærislegur og hann hefur alltaf verið. Þar sannast hið fornkveðna...sterar hjálpa bara ekki öllum:)
Það er svo sem ekki mikið meira að segja í þessari færslu...hver er ekki kominn með ógeð á færslum um borgarmálin, loðnuveiðibann, múslima og stýrivexti ?? ...
--...
Að lokum... passið ykkur í umferðinni, klæðið ykkur vel, og Rósa:; Ég elska þig.

kv, Birkir

1 comment:

Anonymous said...

Usss við erum svipað latir í þessu blessaða bloggi minn kæri.

Annars að máli málanna. Sími, rökræður, ég hringja sem fyrst:O)

Kveðja Júlli.