Sunday, February 24, 2008

Ég er latur bloggari og aum sál !

Já það verður seint sagt að ég sé með þeim ofvirkustu bloggurum landsins, það er alveg á hreinu. Ég hafði hugsað mér að hafa þetta svona hliðar síðu, og blogga hér kanski um málefni sem ekki er hægt að bjóða jakkafataklæddu liðinu sem heimækir maurildið.
En það hefur nú bara einfaldlega verið þannig að ég hef ekki nennt að blogga um nokkurn skapaðan hlut. Bara hreint ekki...og því eru nú heldur ekki margar færslurnar eftir mig á maurildinu, þessa stundina.
En ég neita þó að leggja árar í bát og gefa þessa síðu upp á bátinn. Hreint ekki. Ég er greinilega í svokallaðri "blogglægð" en hef fulla trú á því að þegar nær dregur vori, þá verði ég það iðinn við skrifin, að þið hafið vart undan við að lesa.

Það er ekkert að frétta... ég spilaði póker á föstudagskvöldið og stritaði við að þrífa ælu í mest allt gærkveld. Ekki var ég svo heppinn að vera að þrífa mína eigin ælu eftir gott fyllerí, því sonur minn var með ælupest og ég fékk það hlutverk að vera stoðin og styttan í þeim veikindum.
---
Ég sá nú ekki laugardagspínuna í gær, en sá þó þegar úrslitin voru tilkynnt. Friðrik Ómar táraðist eins og fegurðardrottning þegar hann þakkaði þjóðinni stuðninginn uppá sviði. Svona rétt eins og honum hafi verið tilkynnt að hann yrði næstu forseti. Sem betur fer þá er hann nú bara að fara að skía á sig í Júróvisíon, en ekki flytja inn á Bessastaði. Það urðu margir fyrir vonbrigðum með að lagið hans Barða skuli ekki hafa unnið, en ég er nú nokkuð sáttur við að Mongólíta wannabe-ið sem kallar sig Gillzenegger skuli þurfa að kaupa sterana sína hérna heima á íslandi í stað þess að fara til útlanda í veslunnarferð á minn kostnað. Barði sem slíkur, er auðvitað snillingur, þó hann hafi verið svona 1-2 árum á eftir með þetta júrópopp sitt. En guð minn almáttugur hvað ég er hræddur um að evrópa hefði ekki fattað húmorinn í því að hafa þessa fábjána á sviðinu sem fluttu lagið, ef það var þá húmor á annað borð. Gillz hélt í alvörunni að hann væri svalur, standandi þarna líkt og hann væri með 50 tommu spýtu upp í rassgatinu, og sveiflandi höndunum eins og út úr spíttaður póstburðarmaður í jólavertíðinni. Það var þó eftirtektarvert að hann gat ekki verið í takti við lagið með nokkru móti, og hélt því áfram að vera jafn hallærislegur og hann hefur alltaf verið. Þar sannast hið fornkveðna...sterar hjálpa bara ekki öllum:)
Það er svo sem ekki mikið meira að segja í þessari færslu...hver er ekki kominn með ógeð á færslum um borgarmálin, loðnuveiðibann, múslima og stýrivexti ?? ...
--...
Að lokum... passið ykkur í umferðinni, klæðið ykkur vel, og Rósa:; Ég elska þig.

kv, Birkir

Saturday, February 16, 2008

Sjaldséðir eru hvítir...

Jú sælt veri fólkið...

Eins og þið hafið tekið eftir hef ég ekki verið duglegur við að blogga hér...ástæðan er almenn leti, svona að mestu leyti...en einnig að ég skrifa þessa dagana mest á "hina blogg síðuna mína"..

www.maurildi.blogspot.com

þar skrifum við bræður um allt milli himins og jarðar...þeir einbeita sér aðallega að því að skrifa um eitthvað leiðinlegt, en ég eitthvað skemmtilegt !

Mér var tjáð að á maurildinu mætti ég skrifa um hvað sem væri, þegar ég vildi, og bræður mínir lofuðu mér að reyna að vera eins lítið leiðinlegir og hægt væri....þeir hafa svikið þetta síðastnefnda....

Ég er í algeru bullstuði í kvöld og ætla því að segja ykkur frá því afhverju eldri bróður mínum er illa við mig.:

Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar við vorum litlir strákar (kanski fjögurra og fimm ára), þá var hann eitthvað að frekjast við mig, eins og venjulega, og ég sagði einfaldlega hingað og ekki lengra....
Ég tók matchbox vörubílinn sem hann var að reyna að stela af mér, og henti honum í ennið á honum!!! Ég er hitinn maður að upplagi og því small bílinn snyrtilega á milli augabrúnanna á honum og blóðið byrjaði samstundis að vætla niður smettið á honum !!
Á meðan ég stóð hlægjandi og horfði á fyrstu kennslustund mína í því hvað gerist þegar maður fær sár á ennið, hljóp bróðir minn grenjandi og klagaði í mömmu. Að sjálfsögðu var honum hjúkrað, hann snyrtur og svo tók við klukktíma knús og kjass...
Ég man enná eftir því hvað hann glotti til mín á meðan hann var að segja mömmu frá því hvað ég væri vondur strákur, og hún svaraði með því að strjúka honum um kinnarnar!

Mörgum árum síðar, og jafnvel enn þann dag í dag, talar bróðir minn um daginn sem ég henti vörubíl i ennið á honum. Hann hefnir sín reglulega, og er búinn að steingleyma því að það var hann sem átti upptökin og var " ðe búllí" í þessu tilviki, rétt eins og í öllum tilfellum allar götur síðan.
Okkur lendir orðið sjaldan saman, bræðrunum...en ef það gerist...þá er það oftar en ekki vegna þess að hann ræðst á mig...og þrymur út úr sér orðunum; "manstu þegar þú hentir vörubíl í ennið á mér" ???

Því langar mig að spyrja ykkur lesendur góðir...hvenær fyrnast svona brot ? Hversu lengi þarf ég að lifa við það, að bróðir minn getur lamið mig og pínt, vegna þess að ég henti vörubíl í ennið á honum þegar hann var 5 ára ???

Carl Berg

Friday, February 8, 2008

ég lifi...svona hér um bil

Þetta verður stutt..

Ég skrifa hér, bara rétt til að láta ykkur vita að ég sé á lífi og alls ekki hættur að blogga. Ég er tiltölulega nýkomin frá Liverpool og ýmislegt hefur á daga mína drifið undanfarið....ég hef því margt að segja, en verð að geyma það þangað til síðar..

Ég hef átt við veikindi að stríða undanfarna daga, og hef því ekki geta skrifað.. ég er ekki orðinn hress, en verð það vonandi um helgina... þá hendi ég inn glæsilegri færslu og ferðasögu.

Þangað til....verið þolinmóð börnin góð..

Carl Berg

Wednesday, January 30, 2008

Stutt pása ...nei maður segir bara svona...

Kveldið!!!!

Ég kem nú til með að minnka aðeins að blogga hérna, á meðan ég er að sjá hvernig bloggsíðan www.maurildi.blogspot.com er að þróast. Þar hef ég ákveðið að skrifa eitthvað smávegis á næstunni, ásamt bræðrum mínum tveim, sem báðum er illa við mig.

þar koma þeir til með að skrifa um eitthvað hundleiðinlegt, eins og heimspeki og eitthvað bull sem ég er að sjálfsögðu of heimskur til að skilja. Ég er hinsvegar að skrifa um daglegt líf og það sem á daga mína hefur drifið á þessri síðu, og hvet ég dygga lesendur mína til þess að kíkja við á síðunni, og koma mér til varnar ÞEGAR bræður mínir byrja að leggja mig í einelti og pína mig andlega á allan þann máta sem þeim dettur í hug.

Af mér er það svo að frétta að ég er á leið erlendis um helgina, að sjá Liverpool taka Sunderland í bakaríið í ensku deildarkeppninni. Um Liverpool er hins vegar að að segja að þeir eru svo drullu lélegir þessa dagana, að það er ótrúlegt að ég skuli vera að eyða stórfé í það að fara að horfa á þá spila. Svei mér þá... þeirra vegna vona ég að ég hitti engan þeirra úti á götu í borginni!!!

En...vegna úrslita kvöldins... þá er ég í of vondu skapi til þess að skrifa... ég sem sagt kem til með að skrifa næsta pistil á www.maurildi.blogspot.com og lesendur verða bara að bíða og kíkja reglulega inná þá heimasíðu...

Insjallah...Carl Berg

Saturday, January 26, 2008

Laugardagskvöld

Hver man ekki eftir því hvað laugardagskvöldin voru skemmtileg í gamla daga ? Þá voru feitustu bitarnir á dagskrá í sjónvarpinu, flestir í fríi og við krakkarnir fengum stundum nammi og gos... eða ef vel viðraði í buddunni, ís í skál .
--
Þetta er eitthvað svo skemmtilegt í minningunni. Ef ég kafa djúpt í kollinn á mér, þá var reyndar minningin eitthvað á þessa leið:
--
Búið var að kaupa slatta af sælgæti og um leið og staðið var upp frá matarborðinu, voru báðir bræður mínir farnir að suða um að fá sína hluta af namminu..helst ekki mikið seinna en strax!! Eldri bróðir minn lokaði sig þá strax af í herberginu sínu til þess að lesa eða teikna og yngri bróðir minn fór að gera einhverjum óleik og almennt að vera fyrir. Ég fór hinsvegar með minn hluta af namminu inní herbergi og sparaði það að einhverju leyti. Þegar mér fór að leiðast, þá kíkti ég í herbergi eldri bróður míns, og oft var yngri bróðir minn að gera honum lífið leitt þar fyrir. Sá elsti var að sjálfsögðu löngu búinn með nammið sitt og ég endaði oft á því að gefa honum helminginn af mínu nammi líka, af því að ég vorkenndi honum svo mikið, að eiga ekkert nammi. Yngri bróðir minn átti það svo auðvitað til að vera lúmskari en andksotinn, og birtast löngu seinna með allt sitt nammi, og veifa því framan í okkur.
Það verður bara að segjast eins og er, að þeir bræður eru nú dulítið nánari heldur en "restin af hópnum", og það kom fyrir að ég leið fyrir það. Þeim eldri leiddist til dæmis ekkert að véla smá nammi af þeim yngri, þegar hann var búinn með sitt, og þeim yngri leiddist ekkert að láta véla sig á þennan hátt, því þá fékk ég auðvitað EKKERT :)
---
En hvort sem namminu var jafnt skipt eða ekki, þá stendur það nú fyrst og fremst uppúr að það var alltaf hægt að hlamma sér í sófann fyrir framan sjónvarpið og horfa á eitthvað skemmtilegt á laugardagskvöldum...svona ef bræður mínir voru ekki í stuði til að einoka sófann og banna þeim þriðja að fá að sitja þar :) Það var nefnilega alltaf eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu á laugardagskvöldum á þessum tíma.
--
En nú er öldin önnur, skal ég segja ykkur... Það stóð nefnilega aldrei til að að þessi pistill yrði um hvað bræður mínir voru vondir við mig ( Það kom bara að sjálfu sér:) Það eru einmitt laugardagskvöldin sem eru tilefni skrifanna að þessu sinni.
---
Hvernig dettur einhverjum heilvita manni að halda , að almenningur hafi gaman af því grá-bölvaða sjónvarpsefni sem borið er á borð fyrir okkur í hverri einusti viku, þessi misserin ? Í alvöru talað, sjónvarpið á laugardagskvöldum er svo fáránlega leiðinlegt að ég hef staðið sjálfan mig að því að fara frekar út með ruslið, þvo þvott og vaska upp!!!, en að horfa á þetta rugl.
Spaugstofan hefur nú verið á dagskrá síðan árið 1912 og eldist jafn illa og ferskt grænmeti. Það er ekki einn fyndinn brandari í þessum þætti. Reyndar er bara einn brandari í þessum þætti yfir höfuð, en hann er ekkert fyndinn. Þeir stögglast á sama draslinu skets eftir skets, svona rétt eins og þjóðinn þurfi að láta tyggja ofan í sig brandarann til þess að fatta hann. Ég gæti eflaust skrifað 1500 orða pistil um léleg gæði spaugstofunnar, en ætla bara að láta staðar numið hér... þetta er sem sagt ónýtt drasl, sem enginn nennir orðið að horfa á, og sóun á fé skattborgara!!!
--
Eftir að Haugsugunni líkur, þá tekur við enná leiðinlegra sjónvarpsefni...Laugardagskvölin!
Þessi þáttur snýst um það að fá 500 leiðinleg lög til að keppa um hvert þeirra er leiðinlegast og allt gert til þess að tryggja að maður fái nú örugglega ógeð á þeim öllum. Þættirnir eru nefnilega 1100 og hafa að ég held verið á dagskrá í mörg ár...alltaf sömu lögin. Í hverri viku dettur sem sagt eitt lag út,og um hver einustu áramót koma öll lögin sem duttu út, og keppa um það að fá að koma aftur inn. Ég hef ekki hugmynd um hver verður sigurvegari í þessari vitleysu..hvort það verður leiðinlegasta, eða skemmtilegasta lagið. Í hverjum mánuði er svo auðvitað upprifjunnarþáttur með öllu draslinu og á rás 2 keppa svo lögin sem endanlega duttu út, um að fá að komast aftur í þáttinn. Þannig að nú þegar höfum við séð hvert lag flutt um að bil 84 sinnum. Inná milli reynir svo blondínan Ragnhildur "Stuð-un" að fá áheyrendur til að gera bylgjur, telja á finnsku, klappa og syngja....hún fær froðuheila og fávita af öllum stærðum og gerðum í heimsókn og alltaf tekst henni að segja allavega einu sinni ; "eigum við kanski að fá áheyrendur til að ....." Eigum við hver??? Dettur manni stundum í hug að spyrja... Gísli á það til að segja eitthvað fyndið, og það er ekki farið að leyna sér neitt, að hann er farinn að vita af því. Hann er búinn að segja brandara um skallann á sér í 23 þætti í röð.... Ég ætla nú ekki einu sinni að fjalla um dómnefndina í þessum þætti að öðru leyti en því að Erpur er svo glataður og smákrakkalegur að ég gæti kúkað!!!
---
En...hvað tekur svo við, eftir að laugardagskvölinni er lokið ? Þið sem skutuð á sprenghlægilega gamanmynd frá árinu 2007 eða magnaða spennumynd frá svipuðu ári, ættuð kanski að reyna að þrauka það að sitja í sófanum heima hjá ykkur heilt svona kvöld og sjá í alvöru að að gerist ekki! Það er nefnilega ekki svo óalgengt að þulan hefi upp sína raust og tilkynni okkur, sem erum þvinguð til að borga þetta apparat, eitthvað á þessa leið: nú er að hefjast Frönsk-Ungversk sjónvarpsmynd frá árinu 1973, um konu sem ber nafnið Chepie, og heldur af stað til að leita föður síns eftir síðari heimstyrjöldina. Hún kemur að öllum dyrum lokuðum, en þegar hún hittir mállausan Austurrískan bónda, þá taka hlutirnir nýja stefnu. Með aðalhlutverk fara þau John Wolfowitz, Erika Usler, Maria Hackenbob og Frederic Ganz. Leikstjóri er Robert Lauren.
--
Já hvað er hægt að segja þegar maður fær viðlíka sprengju og þetta í sjónvarpinu hjá sér á laugardagskvöldi ? Maður má auðvitað bara þakka fyrir að það er ekki boðið upp á svona "kavíar" á gamlárskvöld, því þá sæist eflaust ekki kjaftur úti að sprengja flugelda, hvað þá að kíkja á djammið......
--
Má ég þá frekar biðja um gömlu góðu dagana þegar bræður mínir voru að veifa namminu sínu framan í mig og henda mér úr sófanum, eða hvað það var sem þeir fundu uppá til að gera mér lífið leitt... :)

Carl Berg

Wednesday, January 23, 2008

Blogg frá Norðfirði !! bannað innan 18 ára !!

Á þessari stundu er síðuhaldari staddur við Norðfjörð, nánar tiltekið í því guðsvolaða sjávarplássi, Neskaupsstað !!
---
Að nokkrum manni skuli detta í hug að blogga frá Neskaupsstað (eða búa þar yfirleitt) , er eflaust flestum heilbirgðum mönnum þónokkur ráðgáta. En ég tek það skýrt fram að ég var neiddur með hótunum, ofbeldi og ýmsum kúgunum til þess að koma hingað og fá fullkomna sönnun fyrir því hversu ógeðslegt skítapleis þetta í rauninni er.
---
Neskaupsstaður er í mínum huga eitt það allra vesælasta og aumingjalegasta drulluþorp sem fyrir finnst á landinu. Ég þykist hafa komið til ansi margra staða á landinu og sjálfsagt unnið í öðruhverju plássi sem á annað borð heitir eitthvað.... en guð minn almáttugur.... Neskaupsstaður er það allra ömurlegasta af öllu ömurlegu sem ég hef kynnst...
----------
Maður gæti svo sem fyrirgefið fávitunum sem búa hérna, fyrir að hafa ákveðið að byggja hérna samfélag á þessum fáránlega stað. Ég gæti líka vel fyrirgefið þeim sem datt í hug að hafa íbúabyggðina hérna 17 kílómetra langa, en aðeins 11 cm breiða. Ég gæti jafnvel fyrirgefið þessi, út úr korti, fáránlega mjóu og asnalegu göng sem maður þarf að fara í gegnum til þess að komast hingað.....En...
-----------------
Þessa endalausu forheimsku, og fávitahátt í fólkinu sem býr hérna, get ég bara því miður ekki fyrirgefið með nokkru móti.....því miður... ég hef bara ekki leyfi til þess að fara svo á bak við samvisku mína að geta fyrirgefið þetta.
----
Ég tek það skýrt fram, að ég er ekki að dvelja hér í fyrsta skipti, og hef haft all mikil kynni af bólubjánunum sem ennþá nenna að hanga hérna. Ég ætla að trúa ykkur fyrir þeirri staðreynd að það er enginn skemmtilegur einstaklingur búandi á Neskaupsstað. Hér er bara leiðinlegt fólk, og fram úr hófi þreytandi. Ef þið bara vissuð hvað ALLIR pirra mig hérna... jesús kristur og allir hans fylgisveinar.
----
Til þess að lesendur þessarrar síðu, geti betur glöggvað sig á því hversu frámunalega, fáránlega bjánalegt fólk býr hérna, þá ætla ég að lýsa ööööööörrr stuttum samskiptum mínum við eina manneskju eða tvær, og ýtreka að ÖLL mín samskipti við þjóðflokkinn sem býr hérna hafa verið ámóta gáfuleg.
---
1. Saga :
Ég hitti mann á bryggjunni og ..... sá strax að þetta var rakalaus fáviti svo ég sleppti því að tala við hann.
---
2. Saga:
Ég fór í Egilsbúð, við fjórða mann, og pöntuðum við okkur að snæða. Maðurinn sem sat á móti mér, fékk sér vatn að drekka með matnum en ég pantaði Mix. Að sjálfsögðu þurfti einhver að klúðra því flókna fyrirbæri og Mixið mitt var ódrekkandi. Þegar ess-mælta þjónustugeitin kemur með matinn minn, þá segi ég kurteisislega við hana. Já, fyrirgefðu, gæti ég fengið vatn með þessu ? Rangeygð starði stúlkan í augu mér með beyglaðan munnsvip af fyrirleitningu. Eftir að hafa horft stíft á mig eins og ég væri fáviti (eða að ég væri frá Neskaupsstað en ekki hún:) í 20 sekúndur, þá teygði hún hendina í vatnið hjá sessunaut mínum og ýtti því til mín og sagði með fyrirlitningar tón; já,,,,hérna. !!! Sessunautur minn byrjaði auðvitað strax að brosa og sagði kurteisislega; Já, Nei...sko... ég er með þetta vatn! Þá ýtir daman Mixinu nær mér og segir " Nú...þá ert þú með þetta " !!!! !!! Ég fékk næstum heilablóðfall við að reyna að halda niðrí mér hlátrinum, en sagði þó með stillingu; já...get ég fengið vatn líka ? " .... " Ó Ó Óóóó... er hann með Mixið ? " spyr hún þá ,og ýtir Mix glasinu mínu að sessunaut mínum. !! Nei, en get ég líka fengið vatn ? spyr ég,og átti orðið ansi erfitt með að halda lífi þarna við borðið, svo mikið langaði mig að hlægja. .. "Já, ég hélt bara að ég hefði komið með þetta vatn handa þér, en ekki að þetta væri bæði fyrir hann" sagði þá þessi bráðskarpa þjónustustúlka og við þá setningu, þá lamaðist ég af hlátri en sessunautur minn sagði ákveðinn : " í Fyrsta lagi, þá komst þú ekki með þetta vatn, ég sótti það sjálfur ! Þannig að hvernig þér gat dottið það í hug að það væri fyrir sessunaut minn er mér hulin ráðgáta. Í öðru lagi, eins og við erum búnir að segja nokkrum sinnum, þá vantar okkur bara eitt vatnsglas. Punktur. Við sjáum vel vatnsglasið á borðinu fyrir framan okkur, og erum ekki að panta annað, af því að við höldum að þetta sé ekki hérna !! "

Ég sprakk svo úr hlátri að ég gat ekki degið andann, hreyft mig, melt fæðu eða viðhaldið líkamshita lengur...!! Ég bara missti mig, og var á valdi hláturs í að því er mér fannst, 3 vikur.!!!
Við þetta þá snaraðist þjónustustúlkan í burtu og var greinilega eitthvað skrítin (hugsanlega hreinræktaður bjáni..ég veit það ekki). Eftir stutta stund kemur hún aftur með vatnsglasið, setur það nokkuð ruddalega á borðið og segir eins ess-mælt og hún mögulega gat : " Þið eruð greinilega ekki héðan er það ? " .......nei við viðurkenndum það nú, án þess að skammast okkar neitt svaklega mikið, get ég sagt ykkur. " Nei,,,,,, enda skildi ég ykkur ekki strax" sagði hún þá !!
Það skal tekið fram, að þessi þjónustustúlka var ekki 3 ára. Hún var 100 % Íslendingur (ef fólk héðan er það almennt). Hún var ekki lögblindur mongólíti og VIÐ VORUM EINU VIÐSKIPTAVINIRNIR Í ÖLLU HÚSINU !!!!!
---
Öll mín samskipti við Neskaupsstaðabúa hafa verið á sambærilegum nótum! :) Héðan fer ég í fyrramálið, og það verður vonandi langt þangað til að ég þarf að koma hingað aftur ?
------
Jæja.. svefn hjá mér ..Eða bíddu..var ég búinn að segja ykkur frá mönnunum tveim sem ég var mikið að vinna með í dag ( báðir um sextugt)?. Annar segir mér, að hinn sé því sem næst al-vitur. Hann viti hreinlega allt og sé stundum kallaður sí enn enn (CNN), af því að hann viti bara allt.!! Í hálfa sekúndu hugsaði ég með mér að þarna væri nú kominn maður sem ég gæti nú kanski talað aðeins við, en þá áttaði ég mig auðvitað á því hvar ég var, og fékk svo sönnun þess efnis. " Núú." Segi ég....." Hvað veist þú svona mikið...hvar liggur þekkingin" spyr ég þá.... Þá segir fíflið sem alltaf hafði orðið : (lesist með fábjánaröddu)..." Hann veit næstum hvað allir heita á Eskifirði og rosalega margir á Reyðarfirði " !!!!
---
Ég gleypti tunguna í mér, lét mig hverfa, og ákvað að sinna vinnunni að mestu leyti einn Það sem efitir lifði dags.

Kveðjur úr leiðindalandi...Carl Berg

p.s: Mola dagsins fær Þorvaldur samstarfsfélagi minn á Akureyri ; Hvernig datt þér eiginlega í hug að fæðast hérna ???:)

Monday, January 21, 2008

Þjóðfélagið á hraðleið...!!!!!

Samfélagið hefur tekið kipp... allt í einu eru hjól samfélagsins farin að snúast og hlutirnir að gerast. Loksins eitthvað að skrifa um og yfirvinnutíð hjá fréttamönnum.
---
Lítum á málið:
--
Rétt að meðan þjóðin var svo upptekin af því að við værum að gera í brækurnar á Em í handbolta, komu margir til hjálpar til að dreyfa athyglinni. Bobby Fischer fórnaði sér fyrir þjóðina, svo við hefðum eitthvað annað að tala um en handbolta. Kallinn hefur marg oft reynt að draga athyglina að Íslandi, og Björn Bjarnason launar honum það, með því að "banna honum" að hvíla á Þingvöllum. Það jú víst þegjandi samkomulag um að sá grafreitur hvíli í friði. Auðvitað er allt annað upp á teningnum í öðrum kirkjugörðum landsins, þar sem slíkt samkomulag er ekki í gildi. Þar er ætlast til þess að menn stundi grimmt partýstand í tíma og ótíma. En sorglegt fráfalls Bobbys var ekki nóg til að við hættum að hugsa um handboltann.. enn þurftu menn að velta þessu fyrir sér í hverjum einasta fréttatíma, íþróttatíma, og á kaffistofum vinnustaða um land allt. Það var klárlega kominn tími á dramatískari aðgerðir!!!

--

Einn framsóknarframmámaðurinn var reyndar búinn að reyna að benda þjóðinni á að jakkafötin hans Björns Inga kostuðu tæpa milljón og að hann sé svo blankur eftir REI málið að hann hafi ekki einu sinni haft efni á að borga sokkana sína, og því neyddist flokkurinn til að hlaupa undir bagga með honum.En auðvitað eru framsóknarmenn vanir slíku bruðli og kipptu sér ekkert upp við slíkt. Björn Ingi sá sér þann kost vænstan að fara nánast að grenja fyrir framan myndavélina á Rúv (ekki í fyrsta skipti svo sem) og tilkynna þjóðinni að hann væri svo veikgeðja að hann gæti bara ekki staðið í þessu lengur... það væru allir eitthvað svo ósáttir við sig. Enginn kippti sér upp við þetta... eðlilega.. hvenær ætla þessir vitleysingar að átta sig á því að það er bara öllum alveg nákvæmlega, skítsama um þennan framsóknarflokk, og hvað þeir eyða sínum peningum í ?
---
Skipan Davíðssonar við héraðsdómara við Norður og Austurland virtist þegar hér var komið við sögu, hafa átt sér stað fyrir mörgum árum síðan, að minnsta kosti eru allir búnir að gleyma þeirri skipan, enda alltaf eitthvað "spennandi" að gerast í íslenskum þjóðmálum. Til að tryggja endanlega að þjóðin myndi ekki einu sinni hvað sonur Davíðs heitir, í hvaða flokki Björn Ingi er, eða að Bobby Fischer var snar geðveikur, þá kom Doktor Ólafur F, og bjargaði málunum. Nú er hann búinn að koma ár sinni þannig fyrir borð, að hann þurfi aldrei aftur að skoða gyllinæð gamalmenna á fjársveltum landspítalanum. Hann er sem sagt búinn að koma sér í stól Borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Hvar þessi fádæma hringavitleysa endar, veit náttúrulega enginn. Líklega hangir þessi meirihluti þangað til að Ólafur F þarf að stíga af stóli borgarstjóra og horfa á Sir William taka við....þá verður eflaust einhver sakaður um trúnaðarbrest og myndaður enn einn meirihlutinn....!!!
Já við erum heppnir Íslendingar. Við erum heppnir að hafa eitthvað að lesa um í blöðunum á morgnanna, og að ræða um á bloggsíðum okkar. Við erum heppnir að ennþá er til fólk sem er til í að fórna sér fyrir réttan málstað. Fólk sem er til í að sjá til þess að þjóðin hafi ekki hugmynd um að flestir almennir kjarasamningar eru löngu útrunnir og kjaraviðræður ekki að skila nokkrum árangri. Það er gott að vita til þess að það er til fólk sem dreyfir athyglinni frá þeirri staðreynd að nýlega var rúmlega 50 manns sagt upp stöfrum í sjávarútvegi í Eyjafirði, og að HB Grandi bætti við einhverjum tugum á Akranesi í dag. Íslenskur efnahagur er að drulla á sig, og verðbréf falla meira en sóknarmaðurinn Drogba gerir hjá Chelsea, um þessar mundir.

--
En þá er nú einmitt komið að kjarna málsins... Allt þetta hefur fallið í skuggann af því sem raunverulega gerðist í dag...
--
Liverpool gerði jafntefli á heimavelli gegn Aston Villa, og þar á bæ sjá menn til þess að ég þurfi ekki að hugsa um svona hluti...
---
Andskotans fokk alltaf hreint...!!!!!!!!
--
Carl Berg
--
ps: mola dagsins fær aftur litli bróðir minn...fyrir að vera einn af fáum sem sínir þessari síðu áhuga...:)