Wednesday, January 23, 2008

Blogg frá Norðfirði !! bannað innan 18 ára !!

Á þessari stundu er síðuhaldari staddur við Norðfjörð, nánar tiltekið í því guðsvolaða sjávarplássi, Neskaupsstað !!
---
Að nokkrum manni skuli detta í hug að blogga frá Neskaupsstað (eða búa þar yfirleitt) , er eflaust flestum heilbirgðum mönnum þónokkur ráðgáta. En ég tek það skýrt fram að ég var neiddur með hótunum, ofbeldi og ýmsum kúgunum til þess að koma hingað og fá fullkomna sönnun fyrir því hversu ógeðslegt skítapleis þetta í rauninni er.
---
Neskaupsstaður er í mínum huga eitt það allra vesælasta og aumingjalegasta drulluþorp sem fyrir finnst á landinu. Ég þykist hafa komið til ansi margra staða á landinu og sjálfsagt unnið í öðruhverju plássi sem á annað borð heitir eitthvað.... en guð minn almáttugur.... Neskaupsstaður er það allra ömurlegasta af öllu ömurlegu sem ég hef kynnst...
----------
Maður gæti svo sem fyrirgefið fávitunum sem búa hérna, fyrir að hafa ákveðið að byggja hérna samfélag á þessum fáránlega stað. Ég gæti líka vel fyrirgefið þeim sem datt í hug að hafa íbúabyggðina hérna 17 kílómetra langa, en aðeins 11 cm breiða. Ég gæti jafnvel fyrirgefið þessi, út úr korti, fáránlega mjóu og asnalegu göng sem maður þarf að fara í gegnum til þess að komast hingað.....En...
-----------------
Þessa endalausu forheimsku, og fávitahátt í fólkinu sem býr hérna, get ég bara því miður ekki fyrirgefið með nokkru móti.....því miður... ég hef bara ekki leyfi til þess að fara svo á bak við samvisku mína að geta fyrirgefið þetta.
----
Ég tek það skýrt fram, að ég er ekki að dvelja hér í fyrsta skipti, og hef haft all mikil kynni af bólubjánunum sem ennþá nenna að hanga hérna. Ég ætla að trúa ykkur fyrir þeirri staðreynd að það er enginn skemmtilegur einstaklingur búandi á Neskaupsstað. Hér er bara leiðinlegt fólk, og fram úr hófi þreytandi. Ef þið bara vissuð hvað ALLIR pirra mig hérna... jesús kristur og allir hans fylgisveinar.
----
Til þess að lesendur þessarrar síðu, geti betur glöggvað sig á því hversu frámunalega, fáránlega bjánalegt fólk býr hérna, þá ætla ég að lýsa ööööööörrr stuttum samskiptum mínum við eina manneskju eða tvær, og ýtreka að ÖLL mín samskipti við þjóðflokkinn sem býr hérna hafa verið ámóta gáfuleg.
---
1. Saga :
Ég hitti mann á bryggjunni og ..... sá strax að þetta var rakalaus fáviti svo ég sleppti því að tala við hann.
---
2. Saga:
Ég fór í Egilsbúð, við fjórða mann, og pöntuðum við okkur að snæða. Maðurinn sem sat á móti mér, fékk sér vatn að drekka með matnum en ég pantaði Mix. Að sjálfsögðu þurfti einhver að klúðra því flókna fyrirbæri og Mixið mitt var ódrekkandi. Þegar ess-mælta þjónustugeitin kemur með matinn minn, þá segi ég kurteisislega við hana. Já, fyrirgefðu, gæti ég fengið vatn með þessu ? Rangeygð starði stúlkan í augu mér með beyglaðan munnsvip af fyrirleitningu. Eftir að hafa horft stíft á mig eins og ég væri fáviti (eða að ég væri frá Neskaupsstað en ekki hún:) í 20 sekúndur, þá teygði hún hendina í vatnið hjá sessunaut mínum og ýtti því til mín og sagði með fyrirlitningar tón; já,,,,hérna. !!! Sessunautur minn byrjaði auðvitað strax að brosa og sagði kurteisislega; Já, Nei...sko... ég er með þetta vatn! Þá ýtir daman Mixinu nær mér og segir " Nú...þá ert þú með þetta " !!!! !!! Ég fékk næstum heilablóðfall við að reyna að halda niðrí mér hlátrinum, en sagði þó með stillingu; já...get ég fengið vatn líka ? " .... " Ó Ó Óóóó... er hann með Mixið ? " spyr hún þá ,og ýtir Mix glasinu mínu að sessunaut mínum. !! Nei, en get ég líka fengið vatn ? spyr ég,og átti orðið ansi erfitt með að halda lífi þarna við borðið, svo mikið langaði mig að hlægja. .. "Já, ég hélt bara að ég hefði komið með þetta vatn handa þér, en ekki að þetta væri bæði fyrir hann" sagði þá þessi bráðskarpa þjónustustúlka og við þá setningu, þá lamaðist ég af hlátri en sessunautur minn sagði ákveðinn : " í Fyrsta lagi, þá komst þú ekki með þetta vatn, ég sótti það sjálfur ! Þannig að hvernig þér gat dottið það í hug að það væri fyrir sessunaut minn er mér hulin ráðgáta. Í öðru lagi, eins og við erum búnir að segja nokkrum sinnum, þá vantar okkur bara eitt vatnsglas. Punktur. Við sjáum vel vatnsglasið á borðinu fyrir framan okkur, og erum ekki að panta annað, af því að við höldum að þetta sé ekki hérna !! "

Ég sprakk svo úr hlátri að ég gat ekki degið andann, hreyft mig, melt fæðu eða viðhaldið líkamshita lengur...!! Ég bara missti mig, og var á valdi hláturs í að því er mér fannst, 3 vikur.!!!
Við þetta þá snaraðist þjónustustúlkan í burtu og var greinilega eitthvað skrítin (hugsanlega hreinræktaður bjáni..ég veit það ekki). Eftir stutta stund kemur hún aftur með vatnsglasið, setur það nokkuð ruddalega á borðið og segir eins ess-mælt og hún mögulega gat : " Þið eruð greinilega ekki héðan er það ? " .......nei við viðurkenndum það nú, án þess að skammast okkar neitt svaklega mikið, get ég sagt ykkur. " Nei,,,,,, enda skildi ég ykkur ekki strax" sagði hún þá !!
Það skal tekið fram, að þessi þjónustustúlka var ekki 3 ára. Hún var 100 % Íslendingur (ef fólk héðan er það almennt). Hún var ekki lögblindur mongólíti og VIÐ VORUM EINU VIÐSKIPTAVINIRNIR Í ÖLLU HÚSINU !!!!!
---
Öll mín samskipti við Neskaupsstaðabúa hafa verið á sambærilegum nótum! :) Héðan fer ég í fyrramálið, og það verður vonandi langt þangað til að ég þarf að koma hingað aftur ?
------
Jæja.. svefn hjá mér ..Eða bíddu..var ég búinn að segja ykkur frá mönnunum tveim sem ég var mikið að vinna með í dag ( báðir um sextugt)?. Annar segir mér, að hinn sé því sem næst al-vitur. Hann viti hreinlega allt og sé stundum kallaður sí enn enn (CNN), af því að hann viti bara allt.!! Í hálfa sekúndu hugsaði ég með mér að þarna væri nú kominn maður sem ég gæti nú kanski talað aðeins við, en þá áttaði ég mig auðvitað á því hvar ég var, og fékk svo sönnun þess efnis. " Núú." Segi ég....." Hvað veist þú svona mikið...hvar liggur þekkingin" spyr ég þá.... Þá segir fíflið sem alltaf hafði orðið : (lesist með fábjánaröddu)..." Hann veit næstum hvað allir heita á Eskifirði og rosalega margir á Reyðarfirði " !!!!
---
Ég gleypti tunguna í mér, lét mig hverfa, og ákvað að sinna vinnunni að mestu leyti einn Það sem efitir lifði dags.

Kveðjur úr leiðindalandi...Carl Berg

p.s: Mola dagsins fær Þorvaldur samstarfsfélagi minn á Akureyri ; Hvernig datt þér eiginlega í hug að fæðast hérna ???:)

3 comments:

Ragnar Þór Pétursson said...

Drengur, drengur, drengur.

Ertu alveg genginn af göflunum? Veistu hvað ég þekki marga frá Norðfirði? Nú get ég aldrei farið aftur á Billann, eins og ég hafði gaman af því.

Óli Sindri said...

Stórskemmtilegt. Það hlaut að vera ástæða fyrir því að ég hef ekki farið austar en á Hornafjörð. Tja, fyrir utan að hafa farið hringveginn nauðugur viljugur þegar ég var eins árs. Ég tel það ekki með.

Ragnar Þór Pétursson said...

Alveg yndislega skemmtilegt,takk fyrir það:)

Gaman að fá fréttir af ykkur og vona að Rósa mín hressist sem fyrst sendi henni batakveðjur og knúsaðu Skírni extra mikið frá okkur og Hauk.

Skemmtið ykkur brjálæðislega vel í Englandi.. Áfram Liverpool:)
Kær kveðja

Gyða