Monday, January 21, 2008

Þjóðfélagið á hraðleið...!!!!!

Samfélagið hefur tekið kipp... allt í einu eru hjól samfélagsins farin að snúast og hlutirnir að gerast. Loksins eitthvað að skrifa um og yfirvinnutíð hjá fréttamönnum.
---
Lítum á málið:
--
Rétt að meðan þjóðin var svo upptekin af því að við værum að gera í brækurnar á Em í handbolta, komu margir til hjálpar til að dreyfa athyglinni. Bobby Fischer fórnaði sér fyrir þjóðina, svo við hefðum eitthvað annað að tala um en handbolta. Kallinn hefur marg oft reynt að draga athyglina að Íslandi, og Björn Bjarnason launar honum það, með því að "banna honum" að hvíla á Þingvöllum. Það jú víst þegjandi samkomulag um að sá grafreitur hvíli í friði. Auðvitað er allt annað upp á teningnum í öðrum kirkjugörðum landsins, þar sem slíkt samkomulag er ekki í gildi. Þar er ætlast til þess að menn stundi grimmt partýstand í tíma og ótíma. En sorglegt fráfalls Bobbys var ekki nóg til að við hættum að hugsa um handboltann.. enn þurftu menn að velta þessu fyrir sér í hverjum einasta fréttatíma, íþróttatíma, og á kaffistofum vinnustaða um land allt. Það var klárlega kominn tími á dramatískari aðgerðir!!!

--

Einn framsóknarframmámaðurinn var reyndar búinn að reyna að benda þjóðinni á að jakkafötin hans Björns Inga kostuðu tæpa milljón og að hann sé svo blankur eftir REI málið að hann hafi ekki einu sinni haft efni á að borga sokkana sína, og því neyddist flokkurinn til að hlaupa undir bagga með honum.En auðvitað eru framsóknarmenn vanir slíku bruðli og kipptu sér ekkert upp við slíkt. Björn Ingi sá sér þann kost vænstan að fara nánast að grenja fyrir framan myndavélina á Rúv (ekki í fyrsta skipti svo sem) og tilkynna þjóðinni að hann væri svo veikgeðja að hann gæti bara ekki staðið í þessu lengur... það væru allir eitthvað svo ósáttir við sig. Enginn kippti sér upp við þetta... eðlilega.. hvenær ætla þessir vitleysingar að átta sig á því að það er bara öllum alveg nákvæmlega, skítsama um þennan framsóknarflokk, og hvað þeir eyða sínum peningum í ?
---
Skipan Davíðssonar við héraðsdómara við Norður og Austurland virtist þegar hér var komið við sögu, hafa átt sér stað fyrir mörgum árum síðan, að minnsta kosti eru allir búnir að gleyma þeirri skipan, enda alltaf eitthvað "spennandi" að gerast í íslenskum þjóðmálum. Til að tryggja endanlega að þjóðin myndi ekki einu sinni hvað sonur Davíðs heitir, í hvaða flokki Björn Ingi er, eða að Bobby Fischer var snar geðveikur, þá kom Doktor Ólafur F, og bjargaði málunum. Nú er hann búinn að koma ár sinni þannig fyrir borð, að hann þurfi aldrei aftur að skoða gyllinæð gamalmenna á fjársveltum landspítalanum. Hann er sem sagt búinn að koma sér í stól Borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Hvar þessi fádæma hringavitleysa endar, veit náttúrulega enginn. Líklega hangir þessi meirihluti þangað til að Ólafur F þarf að stíga af stóli borgarstjóra og horfa á Sir William taka við....þá verður eflaust einhver sakaður um trúnaðarbrest og myndaður enn einn meirihlutinn....!!!
Já við erum heppnir Íslendingar. Við erum heppnir að hafa eitthvað að lesa um í blöðunum á morgnanna, og að ræða um á bloggsíðum okkar. Við erum heppnir að ennþá er til fólk sem er til í að fórna sér fyrir réttan málstað. Fólk sem er til í að sjá til þess að þjóðin hafi ekki hugmynd um að flestir almennir kjarasamningar eru löngu útrunnir og kjaraviðræður ekki að skila nokkrum árangri. Það er gott að vita til þess að það er til fólk sem dreyfir athyglinni frá þeirri staðreynd að nýlega var rúmlega 50 manns sagt upp stöfrum í sjávarútvegi í Eyjafirði, og að HB Grandi bætti við einhverjum tugum á Akranesi í dag. Íslenskur efnahagur er að drulla á sig, og verðbréf falla meira en sóknarmaðurinn Drogba gerir hjá Chelsea, um þessar mundir.

--
En þá er nú einmitt komið að kjarna málsins... Allt þetta hefur fallið í skuggann af því sem raunverulega gerðist í dag...
--
Liverpool gerði jafntefli á heimavelli gegn Aston Villa, og þar á bæ sjá menn til þess að ég þurfi ekki að hugsa um svona hluti...
---
Andskotans fokk alltaf hreint...!!!!!!!!
--
Carl Berg
--
ps: mola dagsins fær aftur litli bróðir minn...fyrir að vera einn af fáum sem sínir þessari síðu áhuga...:)

2 comments:

Ragnar Þór Pétursson said...

Hæ hæ :)frábær síða hjá þér mjög skemmtilegt ,alls ekki hætta að blogga alls ekki;)

Þú verður að vera í landsliðstreyjunni annars vinnum við ekki leikinn sjáðu til :):)
bið að heilsa ykkur öllum elsku fjölskylda já og ÁFRAM ÍSLAND;)
Kær kveðja
Gyða Hrund.

Anonymous said...

Það mætti halda að þú værir Bingi, drengur.