Hvernig í lifandis ósköpunum stendur á því, að öll lið sem ég tek uppá því að styðja í íþróttum, hreinlega skíta síendurtekið upp á bak, og geta ekki rassgat ??
Ég byrjaði ungur að styðja knattspyrnuliðið ÞÓR frá Akureyri. Hvers vegna er mér alveg fyrirmunað að skilja, en þeir hafa aldrei getað neitt í fótbolta svo heitið geti og ekki er að sjá að það komi til með að breytast í bráð.
Liverpool er óumdeilanlega það íþróttafélag sem ég elska mest og í raun eru tilfinningarnar svo miklar í sambandi við það, að mörgum finnst nóg um. Það er ekki að spyrja að því að Liverpool er búið að gera svo í brækurnar undanfarið að lyktina leggur alla leið til Manchester... þeir finna hana bara ekki þar, vegna þess að það hefur alltaf verið svo mikil skítafýla í þeirri borg hvort eð er !!
Ég fæddist auðvitað Íslendingur (get ekkert að því gert), og styð því íslenska landsliðið í handbolta eins og hver einasti Íslendingur gerir. Það er auðvitað ekki að spyrja að því... um þessar mundir er hlegið að landsliðinu okkar um víða veröld...að minnsta kosti í Svíþjóð!
Já góðir landsmenn... Íslendingar voru hýddir í Noregi, nú fyrir stundu. Við ætluðum að sigra heiminn, verða Evrópumeistarar og fara heim með fallegustu dömunni á ballinu, en hófum baráttuna á því að láta Svía minna okkur illilega á, hvaðan við komum, og að það borgi sig ekki að spenna væntingarbogann of mikið.
Við erum þrátt fyrir allt bara lítil eyþjóð norður í ballarhafi og vorum hressilega minnt á það í leiknum í kvöld. Þetta var hreinlega slátrun af verstu gerð, og ég verð að segja það hreint út, að við vorum bara drullu lélegir í þessum leik...ekkert meira um það að segja..
Það er spurning um að fara með öðru hugarfari á svona stórmót.. vera til dæmis ekki búinn að vinna mótið fyrirfram, líkt og við gerum ávallt í Eurovision, heldur reyna að einbeita sér að því að vinna leikina á meðan við erum að spila þá... slíkt er vænlegra til árangurs!
En hvort sem það er Eurovision, eða handboltinn... þá erum við örugglega sú þjóð sem er búin að vinna flestar keppnir áður en að þær hefjast... við erum svo auðvitað búin að vinna sjaldnast, þegar kemur að sjálfum keppnunum...
Þetta var lélegt í alla staði og vonandi kemur þetta mönnum niður á jörðina svo þeir geti spilað handbolta í næsta leik. Þetta var hressileg áminning (rasskelling) um að við erum ekki bestir, flottastir, stærstir og ósigrandi, fyrr en við erum búnir að sanna að við séum það!!!
Það fást enginn stig fyrir að vinna leikina fyrirfram...því miður.
Carl Berg
Thursday, January 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ég er ekki frá því að ég hafi upplifað nákvæmlega sama áður.
Post a Comment