Friday, January 18, 2008

Má ég kynna....

Jú sælt veri fólkið...

Þá er komið að því að kynna fjölskyldu mína í máli og myndum og lít ég á þetta sem æfingu í því að setja inn myndir og texta á bloggið mitt. Það er ekki seinna vænna að fara að læra þetta, þar sem heimsóknir á síðuna eru komnar vel á aðra milljón, dag hvern!!!

Hefst þá formleg kynning á fjölskyldunni að Eiðsvallagötu 1 á Akureyri:

Húsmóðirin á heimilinu er komin vel yfir fimmtugt og heitir Kristín. Hún er alveg klárlega ekki með nema annað heilahvelið tengt, því hún er fáránlega rugluð og klikkuð flesta daga vikunnar.. ÚÚÚPPSSsss...... sorry..

Þetta var víst lýsingin á fjölskyldunni á efstu hæðinni... Það stóð til að lýsa fjölskyldunni á miðhæðinni...jæja..tilraun tvö;)

Fjölskyldan Eiðsvallagötu 1- MIÐHÆÐ !!! :

Þetta er óvenju falleg fjölskylda á öllum aldri. Mín heittelskaða og höfuð fjölskyldunnar er Þorbjörg Rósa Jónsdóttir fædd árið 1912. Sjálfur heiti ég Carl Berg og er fæddur löngu síðar. Þorbjörg sem iðulega er kölluð Tobba, á son frá fyrra sambandi sem heitir Haukur Daði, og er hann óvenjulega vel gefinn miðað við það að vera ekki líffræðilegur sonur minn. Þá á ég son frá fyrra sambandi sem heitir Ólafur Atli og er hann akkúrat jafn vel gefinn og búast mátti við af líffræðilegum syni mínum. Yngsti Púkinn á heimilinu og sameiginlegur sonur okkar heitir svo Skírnir Freyr, og er hann ekki síður en hinir, bæði fallegur og vel gefinn. Þetta eru sem sagt þrír fallegustu og best gefnustu synir landsins, eftir því sem ég best veit.
Ólafur Atli
Það verður ekki farið nánar í að útlista skapgerð fjölskyldumeðlima að þessu sinni, að öðru leyti en því, að augljóslega má lesa hógværð,hlýju og samheldni úr þeim orðum sem hér á undan eru rituð.
Haukur Daði og litla frænka sín

Hér að neðan stóð til að setja inn lítið skemmtilegt Vídeo af Skírni, en þegar þetta er ritað, er klukkan orðin rúmlega 02:00 og tölvan búin að vera að "uploada" vídeo-inu síðan fyrir klukkan 01:00...svo þetta hlýtur að hafa klikkað eitthvað. Þó svo að ég hafi alltaf verið talinn með þolinmóðustu mönnum, þá hef ég allavega ekki þolinmæði í að bíða lengur eftir þessu drasli... Vídeóið kemur síðar.. nánar tiltekið þegar ég er búinn að skamma Ragnar bróðir fyrir að vera ekki búinn að kenna mér að setja það inn!!!
Ég hafði ákveðið að skrifa eitthvað svo miklu meira hérna, en fyrst ég lét tölvu drusluna mína stela af mér rúmum klukkutíma í að reyna að uplodada þessu vídeói, þá bara hreinlega verð ég að fara að sofa...ég bendi áhugasömum á, að ég kenni Ragnari bróður alfarið um þetta!!! Svei þér Ragnar...!!!!

Jæja..ég er farinn að sofa... ég ætla áður en ég kveð, að tilkynna að í lok hvers bloggs hér eftir, þá ætla ég að senda einhverjum Mola dagsins. Þeir sem fá sneiðina, eiga að þekkja hana.

Bestu kveðjur að norðan...Carl Berg

P.s: Mola dagsing fær litli bróðir : You never walk alone.....

1 comment:

Óli Sindri said...

Takk fyrir molann, bróðir sæll.