Eftir að hafa tekið hring með strætó, tók við langur göngutúr uppá brekku og heimsóttum við ömmu í Rauðu og fengum hjá henni kaffisopa. Skírnir tróð í sig konfekti og ávaxtahlaupi, svo miklu að þegar hann fékk sér mjólkursopa, þá sullaðist það út um allt, einfaldlega af því að það komst ekki meira fyrir í munninum á honum. Eftir stundarstopp hjá ömmu var haldið heim á leið og farið heldur hratt yfir. Við hlupum niður alla brekkuna með tilheyrandi rallý hljóðum og látum, og enduðum ör-þreytt í ganginum heima hjá okkur, nú rétt fyrir stundu. Það var lítill og þreyttur snáði sem sofnaði í fanginu á mömmu sinni með Liverpool-pelann uppí sér, núna rétt áðan.
Annars styttist í að við Haukur förum til Liverpool og sjáum þar liðið okkar taka Sunderland í kennslustund, og erum við farnir að hlakka talsvert til. Það er jafnvel von á því að Odda mágkona kíki í heimsókn til henna Rósu minnar á meðan, og sjái til þess að hér verði allar reglur haldnar og enginn fíflagangur á meðan.
En nú styttist leik íslenska landsliðsins í handbolta, og ef marka má rödd þjóðarinnar þá er það eingöngu formsatriði að spila þennan leik, við erum svo gott sem búinn að sigra. Ég er hóflega bjartsýnn og það kæmi mér ekkert á óvart þó að við skitum uppá bak og töpuðum þessum leik. Það kæmi mér heldur ekki á óvart þó við yrðum í neðsta sæti í þessum riðli og liðið kæmi býsna skömmustulegt heim af þessu móti, með öngulinn í rassinum...
Jæja..það biðja allir að heilsa að norðan, og fólk er vinsamlegast beðið um að kvitta fyrir sig, heimsæki það síðuna á annað borð...annað þykir argasti dónaskapur og verður ekki liðinn til lengdar!!!
Carl Berg
P.s: Mola dagsins fær hún Amma mín í "Rauðu"..: Láttu þér batna sem fyrst.
2 comments:
Kvitt!
Kvitt. Ég hef ekkert gáfulegra til málanna að leggja en það.
Post a Comment