Sunday, January 20, 2008

Stutt um EM í handbolta.


Þá eru strákarnir okkar rétt að verða búnir að gera í brækurnar á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Noregi. Fyrirfram var að sjálfsögðu búist við því að við myndum rúlla þessu móti upp, en ég hafði þó alltaf mínar efasemdir. Eftir að hafa látið Svía rasskella okkur í fyrsta leiknum, mættum við lélegasta liði mótsins og náðum, með sterkri vörn, að sigra þá... nokkuð sannfærandi bara. Auðvitað reis þjóðin upp og hélt að nú værum við komni í gang, en aftur hafði ég rétt fyrir mér og í dag voru það Frakkar sem sönnuðu mál mitt, með því að gjörsigra okkur.
---
það verður að segjast eins og er, að varnarleikur okkar er á köflum nokkuð sterkur og þó svo að markvarslan sé að venju sveiflukennd, þá hefur hún verið nokkuð góð miðað við oft áður.
Sóknarleikur okkar er hins vegar svo fáránlega lélegur að maður hafði fyrir mótið ekki ýmindunarafl til að láta sér detta í hug að nokkurt lið gæti verið svona lélegt sóknarlega.
---
Siggi Sveins sagði í viðtali við visir.is í dag, að strákarnir væru ekki að valda þessu í sókninni án Ólafs Stefánssonar, en því er ég alls ekki sammála ! Fyrir utan þá staðreynd að við vorum rasskelltir af Svíum þegar Ólafur var með, þá finnst mér leikur hans bara hafa verið afskaplega sveiflukenndur í marga mánuði. Hann hefur átt stórleiki inná milli, en oftar en ekki finnst mér hann vera að "erfiða" allt of mikið.
---
Það skal tekið fram, að það var ekkert stór-afrek að vinna lélega Slóvaka, hvort sem Ólafur var með eða ekki...þeir voru einfaldlega bara svo hrikalega lélegir. Svíar gerðu talsvert betur en við á móti þeim, og hreinlega gerðu lítið úr þessu lélega liði, og skoruðu yfir 40 mörk!. Slóvakía er án efa lélegasta liðið á þessu móti (enda enduðu þeir neðstir) og við skulum fara varlega í að hrósa okkur af þeim sigri.
---
Það er fátt sem kemur á óvart í okkar leik, nema þá kanski helst að markvarslan er ívið betri en oft áður. Ég bjóst við okkur sterkum varnarlega, og lélegum sóknarlega. Ég átti þó von á, eins og flestir, að við gætum spilað okkar hraða leik, náð einhverjum hraðaupphlaupum og þannig gert bæði Guðjón Val og Alexander að lykilmönnum, en það hefur komið á daginn að þeir félagar, sem annars eru firnasterkir, hafa lítið sem ekkert sést. Skoði maður varnarleikinn sérstaklega, kemur þó í ljós að Alexander er einn sá al-flinkasti varnarmaður sem maður hefur séð í langan tíma..eins og nútíma handboltinn hefur þróast.
---
Að þessu sögðu vil ég geta þess að ég á ekki von á því að við " náum okkur upp" úr þessari lægð. Það er einfaldlega ekki neitt að ná sér upp úr .. ég tel okkur vera þar, sem við eigum heima. Við erum bara einfaldlega ekki betri en þetta. Við gætum unnið Ungverjana í milliriðlinum, ef við eigum stórleik, en ég spái okkur lágmark 5 marka tapi á móti hinum liðunum...Því miður.
---
Óþarfi að skamma Alfreð... hann hefur enga ása upp í erminni, og getur lítið gert í þessu. Svona er þetta bara, og til að segja eitthvað jákvætt.. .þá getum við nú samt verið stolt af liðinu okkar. Við erum jú bara 300.000 manna þjóð norður í ballarhafi og þar af er líklega helmingurinn innfluttir Pólverjar sem eru flinkari með hamarinn en handboltann!!
---
Kveðjur að norðan... Carl Berg
p.s: Mola færslunnar fær konan mín : You are not everything.. you are the ONLY thing !!


1 comment:

Anonymous said...

Ég hélt að ég væri the only thing!