Saturday, February 16, 2008

Sjaldséðir eru hvítir...

Jú sælt veri fólkið...

Eins og þið hafið tekið eftir hef ég ekki verið duglegur við að blogga hér...ástæðan er almenn leti, svona að mestu leyti...en einnig að ég skrifa þessa dagana mest á "hina blogg síðuna mína"..

www.maurildi.blogspot.com

þar skrifum við bræður um allt milli himins og jarðar...þeir einbeita sér aðallega að því að skrifa um eitthvað leiðinlegt, en ég eitthvað skemmtilegt !

Mér var tjáð að á maurildinu mætti ég skrifa um hvað sem væri, þegar ég vildi, og bræður mínir lofuðu mér að reyna að vera eins lítið leiðinlegir og hægt væri....þeir hafa svikið þetta síðastnefnda....

Ég er í algeru bullstuði í kvöld og ætla því að segja ykkur frá því afhverju eldri bróður mínum er illa við mig.:

Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar við vorum litlir strákar (kanski fjögurra og fimm ára), þá var hann eitthvað að frekjast við mig, eins og venjulega, og ég sagði einfaldlega hingað og ekki lengra....
Ég tók matchbox vörubílinn sem hann var að reyna að stela af mér, og henti honum í ennið á honum!!! Ég er hitinn maður að upplagi og því small bílinn snyrtilega á milli augabrúnanna á honum og blóðið byrjaði samstundis að vætla niður smettið á honum !!
Á meðan ég stóð hlægjandi og horfði á fyrstu kennslustund mína í því hvað gerist þegar maður fær sár á ennið, hljóp bróðir minn grenjandi og klagaði í mömmu. Að sjálfsögðu var honum hjúkrað, hann snyrtur og svo tók við klukktíma knús og kjass...
Ég man enná eftir því hvað hann glotti til mín á meðan hann var að segja mömmu frá því hvað ég væri vondur strákur, og hún svaraði með því að strjúka honum um kinnarnar!

Mörgum árum síðar, og jafnvel enn þann dag í dag, talar bróðir minn um daginn sem ég henti vörubíl i ennið á honum. Hann hefnir sín reglulega, og er búinn að steingleyma því að það var hann sem átti upptökin og var " ðe búllí" í þessu tilviki, rétt eins og í öllum tilfellum allar götur síðan.
Okkur lendir orðið sjaldan saman, bræðrunum...en ef það gerist...þá er það oftar en ekki vegna þess að hann ræðst á mig...og þrymur út úr sér orðunum; "manstu þegar þú hentir vörubíl í ennið á mér" ???

Því langar mig að spyrja ykkur lesendur góðir...hvenær fyrnast svona brot ? Hversu lengi þarf ég að lifa við það, að bróðir minn getur lamið mig og pínt, vegna þess að ég henti vörubíl í ennið á honum þegar hann var 5 ára ???

Carl Berg

3 comments:

Anonymous said...

Þetta er gróf sögufölsun!

Sannleikurinn mun koma fram fyrr eða síðar.

R

Anonymous said...

það er ekki satt hjá þér..svona gerðist þetta!!! Hvað er ekki satt í þessari frásögn ?
Bóla

Anonymous said...

þú ert ekta liverpool bolur