Sunday, January 20, 2008

lítil gáta !

Bræðurnir Haraldur Skinkuson og Hannes Skinkuson sitja inná hótelherbergi. Þeir eru eineggja tvíburar og eru að ræða um skonsur þegar inn í herbergið gengur hávaxinn maður að nafni Uggi Ferdinand.
Nú spyr ég : Er möguleiki á því að Uggi sé bara frændi annars þeirra en ekki hins ?

Svar óskast....Carl Berg

p.s : Mola dagsins fær Alfreð Gíslason: það er alltaf erfitt að baka köku úr drullu !!!

7 comments:

Óli Sindri said...

Já.

Anonymous said...

Rökstuðningur óskast !

Carl Berg

Óli Sindri said...

Iss, það var ekkert farið fram á hann í færslunni. En við getum ímyndað okkur að þeir bræður séu hálfbræður og eigi hvor sinn eineggja tvíburabróður eða -systur. Uggi er þá líklega skyldur foreldri annars þeirra en ekki hins.

Hvort er Skinka annars karlmanns- eða kvenmannsnafn?

Hinn möguleikinn er einnig sá að þeir séu hálfbræður en séu í tvíburamerkinu. Eineggja vísi þá til þess að þeir hafi hugmyndað sér egg. En það eru flóknar handanheimapælingar sem ekki er ætlunin að fara nánar út í hér.

Anonymous said...

Þeir bræður, Haraldur og Hannes (Skinkusynir) eru bræður...albræður.. eineggjatvíburar sem fæddust með mínútu millibili. Þeir komu báðir í heiminn úr sömu mömmunni, og voru búnir til af sama manninum. Sem sagt, löglegir Eineggja tvíburar...og ekkert trix í gangi með það. Þeir bræður Haraldur og Hannes eiga ekki fleiri systkini, en Haraldur á þó Hund að nafni Brútus, en það kemur málinu ekki við. Hvort Skinkusynir vísi til kven-eða karlnafns kemur málinu heldur ekki við... það vísar aðallega í þá viðleitni síðuhaldara að vera fyndinn!!

Ég spyr því aftur: Er möguleiki á því að fyrrnefndur Uggi, sé bara frændi annars þeirra, Haralds og Hannesar...en ekki hins ??

rökstuðningur óskast...

Carl Berg

Óli Sindri said...

Svona er að hafa leikreglurnar ekki skýrar frá byrjun. En Uggi er þá sonur annars þeirra og þar af leiðandi frændi hins. Málið leyst.

Hins vegar er ég enn hallur undir "hugmynda sér egg" kenninguna.

Anonymous said...

Þú færð rétt fyrir þetta... en ég bendi þó á eina "misfellu" , sem ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir. í Upphafi (og þegar svarið þitt barst) þá var hann Uggi skrifaður Ferdinandson. Síðar breytti ég því í Uggi Ferdinant. Ef ég hefði látið "Ferdinandson" standa, þá hefði svarið einfaldlega verið - NEI - , og þar með svarið þitt vitlaust... þar sem bræðurnir heita Haraldur og Hannes... þannig að það má segja að ég hafi breytt gátunni til þess að þú hafir haft rétta svarið...
Þú skuldar mér sem sagt 300 kall :)
En..engu að síður... þá var þetta svarið sem ég var að leita að..

Óli Sindri said...

Ég tók því sem svo að Ferdinandson væri ættarnafn, enda bara eitt "n", svo ég gef ekki mikið fyrir það. Svo gæti annar hvor tvíburabróðirinn líka heitið Ferdinand að millinafni, og Uggi ákveðið að kenna sig við það eins og Kolfinna Baldvinsdóttir. Möguleikarnir eru endalausir og ég fer fram á 3/4 af stórum bjór og eina pulsu með öllu nema hráum í verðlaun þegar ég kem norður næst.